Þróun togveiða
Víðast hvar verður nokkur röskun á sjávarbotni þar sem togveiðar eru stundaðar.
Menn eru farnir að hugsa meira og meira um þessa hluti þar sem vitað er með vissu að jörðin er það viðkvæm að hætta er á ferðinni ef að henni verði spillt mikið með athöfnum mannsins og ekkert er að gert. Maðurinn er nefnilega búin að smíða sér svo afkastamikil vinnutæki að ef þau eru í hömlulausri notkun þá munu verða skemmdir á náttúrunni sem verða ekki aftur teknar og því getur náttúran verið hundruðir ára að jafna sig ef hún gerir það á annað borð.
Því er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það nýjasta sem verið er að gera á sviði togveiða er að minnka umhverfisáhrif toghlera á botntrollum og er það gert með því að láta þá ekki koma við botn þegar þeir eru í notkun. SINTEF í Danmörku sinnir þróun í fiskveiðum og hefur komið með margar nýjungar í togveiðarfæragerð hin síðari ár og nú síðast útfært kerfi til að minnka umhverfisáhrif hlera, en síðan hafa Færeyingar þróað þetta og komið með svolítið aðra útfærslu sem er samt mjög lík SINTEF útfærslunni. Í viðtali við Kurt Hansen hjá SINTEF á dögunum kom fram að hugmyndin fæddist hjá þeim í SINTEF þegar verið var að hugsa um að vernda olíuleiðslur við Norður- Noreg því það gátu orðið árekstrar á milli togveiðimanna og ólíuiðnarðarmanna út af skemmdum sem togveiðarfæri gætu hugsanlega valdið á olíuleiðslum. En á þessu svæði liggja togaramið og olíuleiðslur. Þetta virkaði en Norðmennirnir urðu samt ekki mjög hrifnir því þessi útfærsla útheimti meiri olíunotkun en hefðbundin útfærsla gerði þar sem toghlerarnir voru dregnir eftir botninum.
Við skulum aðeins skoða hvernig nýja systemið er útfært.
Það danska þá er lóð dregið fyrir framan trollið og grandarar koma frá því í trollið. Einnig kemur grandari frá toghleranum sem er flotrollshleri. Bakstroffurnar koma í hanafót eða “V- rigging” eins og það er oftast nefnt á fagmáli. Þetta sést á útskýringarmynd sem hefur verið teiknuð af kerfinu.
Sú færeyska
Talið er að lóðin valdi mun minna botnraski en hleri sem dreginn er eftir botninum og því valda þessi kerfi mun minni umhverfisáhrifum en eldri útfærslur. Lóðin sitja léttara á botninum heldur en hlerar gera og einnig mynda þau ekki djúp plógför líkt og koma í mjúkann botn þar sem hlerar eru dregnir. Þetta fer því betur með botninn og hann verður því ekki fyrir eins miklu tjóni af völdum veiðarfæranna. Þess vegna verðum minni röskun á lífsháttum þeirra dýra sem ekki er sóst eftir að veiða.